Hagleiksmaðurinn Björn Trausti á Þórshöfn segist ekki vilja liggja í leti alla daga. Útsaumsmyndir og fleiri munir prýða heimili hans og Öbbu.
Þórshöfn Í smíðahúsinu Brú unir Trausti sér daglangt við smíðar og útskurð.
Þórshöfn Í smíðahúsinu Brú unir Trausti sér daglangt við smíðar og útskurð. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Í Miðholti á Þórshöfn er fallegt garðhús þar sem aldrei er setið auðum höndum þótt eigandinn sé á níræðisaldri, hagleiksmaðurinn Björn Trausti Ragnarsson. Hann situr daglangt við smíðar, umkringdur handverki og listilega útskornum gripum í litla ríkinu sínu, sem ber nafnið Brú, eins og æskuheimili hans á Eskifirði.

„Já, ég verð bara brjálaður ef ég hef ekkert að gera, ég get ekki legið í leti alla daga, mín kynslóð er ekki alin upp við það,“ sagði hinn athafnasami Trausti, iðjuleysi er eitur í hans beinum. Þarna í smíðahúsinu eru ýmsir smíðisgripir; klukkur, myndarammar, lyklahengi, skurðarbretti og fleira en Trausti grípur líka í útsaum og hefur saumað margar myndir, sumar nokkuð stórar.

„Mér finnst gaman að sauma út, aðallega góbelínmyndir og ég hef saumað þó nokkrar. Ég saumaði til dæmis tvær eins myndir af fallegu pari og gaf dóttur minni aðra en Abba mín fékk

...