Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „Hvað ætla þeir að gera við prinsippið um frelsi þegar á að beita þá frelsissviptingum vegna stjórnmálaskoðana eins og gert er um víða veröldina?“
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Í stjórnarskrá okkar er kveðið svo á að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Þar er síðan að finna frekari ákvæði um réttarstöðu manna gagnvart frelsisskerðingum, m.a. um rétt til að leita til dómstóla vegna hennar.

Fyrir liggur að íslensk stjórnvöld hafa að undanförnu beitt íslenska ríkisborgara því valdi að meina þeim að fara heim til sín til að „afplána“ sóttkví þar, en skipa þeim þess í stað að vistast í „sóttvarnahúsi“ þann tíma sem sóttkví varir.

Nokkrir borgarar hafa ekki viljað una þessu möglunarlaust og hafa þeir því borið þessa valdbeitingu undir dómstóla. Þar hafa fengist þær niðurstöður að þetta ofbeldi standist ekki fyrrgreinda meginreglu.

Aðrir Íslendingar ættu að fagna því að einstakir samborgarar þeirra skuli ekki sitja þegjandi undir þessari valdbeitingu og kalla eftir dómsúrlausnum um að hún standist ekki. Við ættum síðan einnig að fagna niðurstöðunum, því þær byggjast á því að

...