Krossfiskur Ýmis vandamál fylgja veiðum, vinnslu og sölu til útlanda.
Krossfiskur Ýmis vandamál fylgja veiðum, vinnslu og sölu til útlanda. — Morgunblaðið/Alfons

Ekki blasir við að hægt verði að stunda beinar, arðbærar veiðar á krossfiski við landið, að því er fram kemur í skýrslu sem Aurora Seafood og Matís hafa tekið saman. Aurora Seafood hefur flutt út frosinn krossfisk til Bandaríkjanna, en það skilar varla kostnaðarverði við pökkun, frystingu og flutning og því er engin verðmætasköpun við framleiðsluna, að því er kemur fram í skýrslunni.

Við mælingar olli það vonbrigðum hversu hátt magn kadmíns mældist í krossfiski, sem veiddur var við austur- og vesturströnd landsins. Leyfilegt magn kadmíns fyrir manneldisafurðir er 0,5 mg í grammi en mælt magn var 6,3 fyrir austan og 2,5 fyrir vestan.

Þá brotnaði krossfiskurinn hratt niður og voru sýni orðin maukuð vegna ensímvirkni á einum til tveimur dögum. Forgangsverkefni ef stunda á krossfiskveiðar hér við land er að finna leið til að stöðva þetta niðurbrot og viðhalda gæðum fram að vinnslu. Í framhaldi þarf að þróa vinnslu og finna markað

...