Hestafólk er á þeysireið inn í tungumálið.
Hestafólk er á þeysireið inn í tungumálið.

Í fréttaþætti var talað um „manneskjubein“ á Suðurnesjum. Ég hrökk við – en áttaði mig síðan á að þetta er auðvitað beint framhald af orðalaginu „manneskja ársins“ sem var tekið upp eftir að „manni ársins“ var úthýst fyrir tveimur árum.

Við erum orðin dauðhrædd við að taka okkur orðið „maður“ í munn. Það er að verða eitt ferlegasta bannorðið. Ég tek t.d. eftir því að fréttamenn byrja stundum á „mað“ eða „me“, þagna síðan augnablik en segja svo: manneskja/ manneskjur, einstaklingur/ einstaklingar eða aðili/ aðilar. Orðið kvenmaður heyrist jafnvel ekki lengur. Ekki er heldur talað um alþingis menn – nei, alþingis fólk skal það vera. Og lögreglu fólk og hesta fólk er á þeysireið inn í tungumálið.

Karlkynsfornafnið „þeir“ er líka stórhættulegt eins og svo vel kom fram í orðum fréttamanns um daginn.

...

Höfundur: Baldur Hafstað hafstad.baldur@gmail.com