Færeyski arkitektinn og rithöfundurinn Gunnar Hoydal var fæddur í Kaupmannahöfn 12.9. 1941 og lést 15.4. 2021. Í Hoydölum var berklahæli og þar starfaði afi hans og tók sér nafn af staðnum. Faðir Gunnars var Karsten Hoydal, vísindamaður, rithöfundur og stjórnmálamaður og móðir hans Marie Louise, f. Falk Rönne. Þau gátu fyrst flutt heim til Færeyja 1945 með soninn Egil og tvíburana Gunnar og Kjartan. Yngri systir þeirra er Annika, leikari og söngvari. Stjórnmálamaðurinn Högni Hoydal er sonur Kjartans. Börn Gunnars og Jette Hoydal, f. Dahl, kennara og þýðanda, eru Marianna, Kristina og Dánial.

Gunnar lærði í Kunstakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn, fékk áhuga á elsta bæjarhlutanum í Tórshavn, Tinganes og Reynið, og vann samkeppni um framtíð þessa hnignandi svæðis 1969. Eftir að hafa unnið nokkur ár í Kaupmannahöfn kom hann heim í starf bæjararkitekts 1972.

Útförin var í Havnar kirkju 20. april 2021.

...