Frumleg nöfn Fjölbreytileg nöfn er að finna meðal sumarvara Vínbúðanna.
Frumleg nöfn Fjölbreytileg nöfn er að finna meðal sumarvara Vínbúðanna.

Hoppaðu upp í húsbílinn á þér er heiti á bjórtegund sem í sumar verður á boðstólum í Vínbúðunum. Sérstakt sumartímabil hófst þar í gær og eru vörur sem seldar eru á tímabilinu einungis í sölu yfir sumarmánuðina og oftast framleiddar sérstaklega fyrir sumarsöluna. Af öðrum forvitnilegum bjórtegundum sumarsins má nefna Humla í orlofi, Sólsting, Hey kanínu, Blómálf, Vesen og Er of snemmt að fá sér?

Á heimasíðu Vínbúðanna kemur fram að undanfarið hefur verið aukinn áhugi á árstímabundnum vörum, en tímabilin eru þorri, páskar, sumar, október og jól. Í ár lítur út fyrir metþátttöku á vörum fyrir sumartímabilið, en gert er ráð fyrir um 70 vörum. Sumarbjórinn leikur langstærsta hlutverkið, en mjöður og gosblöndur læðast einnig með. Sölutímabilið hófst 3. maí og lýkur 31. ágúst.