Helga Halblaub fæddist á Akureyri 12. apríl 1942. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík þann 24. apríl 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Ágúst Halblaub, vélstjóri og fyrrum stöðvarstjóri við Laxárvirkjun, f. 18.5. 1914, d. 6.6. 1994, og Jónína Hólmfríður Halblaub, f. 22.9. 1919, d. 6.8. 2003. Helga var fjórða í röð fimm systkina og ólst upp við Laxárvirkjun í Aðaldal.

Systkini Helgu eru Sigríður, f. 19.6. 1938, Sólveig, f. 21.9. 1939, Ólöf, f. 17.2. 1941, og Björn, f. 9.6. 1944, d. 13.10. 2012.

Helga giftist Bjarna Hannessyni, rafvirkjameistara, f. 29.9. 1934 á Arnkötlustöðum í Rangárþingi, þann 16.9. 1962. Foreldrar hans voru Hannes Friðriksson bóndi, f. 9.10. 1892, d. 11.1. 1985, og Steinunn Bjarnadóttir, f. 6.12. 1900, d. 4.8. 1975.

Börn þeirra eru: 1) Elfar, f. 8.3. 1960, kvæntur Önnu Laxdal Þórólfsdóttur, f. 13.1. 1956, 2) Vignir, f. 21.8. 1961, kvæntur Lyanne Ridderhof, f. 28.10. 1961, þeirra börn

...