Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Gosið er mjög duglegt að breyta um ásýnd og koma okkur á óvart án þess að sýna nokkur merki um að það sé að hætta,“ sagði dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við HÍ, um eldgosið í Geldingadölum.

Takturinn í gosinu breyttist aðfaranótt sunnudags. Fram að því hafði gosvirknin verið mjög stöðug. Virknin fór að detta niður um stund og hófst svo af miklu meiri krafti en áður hafði sést. Kvikustrókar þeyttust upp í allt að 300 metra hæð. Svo datt allt í dúnalogn þar til darraðardansinn hófst á ný eftir fáar mínútur. Þessi hrynjandi virðist vera nokkuð regluleg.

Þorvaldur taldi líklegt að ástæða breyttrar hegðunar gossins sé að lögun efsta hluta gosrásarinnar hafi eitthvað breyst. Mögulega hafi myndast haft sem hefur áhrif á uppstreymi stóru gasblaðranna. Þegar þær springa skjótast kvikustrókarnir upp í loftið.

„Við höfum líka verið

...