Eftir Gunnar Þór Þórarinsson og Hafliða K. Lárusson: „Með því að gera tvíhliða samning milli Íslands og Bretlands um lögsöguval er með einföldum hætti unnt að eyða óvissu og sýna í verki vilja til að styrkja sambandið.“
Gunnar Þór Þórarinsson
Gunnar Þór Þórarinsson

Óvissa um gagnkvæma viðurkenningu og fullnustu dóma ríkisdómstóla í einkamálum á milli Bretlands og Íslands er ein afleiðing Brexit sem hefur komið mörgum í opna skjöldu og getur valdið vandkvæðum í alþjóðlegum viðskiptum íslenskra aðila.

Lúganósamningurinn

Fyrir Brexit voru bæði Bretland (sem ESB-ríki) og Ísland (sem EES-ríki) aðilar að Lúganósamningnum um dómsvald og viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum. Við Brexit féll aðild Bretlands að Lúganósamningnum niður, sem gerir það að verkum að eins og sakir standa ríkir óvissa um hvort íslenskir dómstólar munu veita enskum dómum fullnustu og þá jafnframt hvort enskir dómstólar munu veita íslenskum dómum fullnustu.

Bagaleg óvissa

Slík óvissa er bagaleg í ljósi mikilla viðskipta á milli Bretlands og Íslands og ótölulegs fjölda viðskipta- og fjármálasamninga á milli íslenskra og erlendra aðila,...