Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að skilagjald af bílum verði hækkað í 30.000 krónur, en það hefur verið 20.000 krónur í um sex ár. Þetta kemur fram í breytingatillögu við frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald.

Í nefndaráliti meirihlutans segir að með því að hækka gjaldið skapist hvati til að úr sér gengnum ökutækjum sé skilað á móttökustöðvar. Samband íslenskra sveitarfélaga segi í umsögn að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfi að borga a.m.k. 30.000 kr. fyrir að fjarlægja ökutæki af víðavangi. Samkvæmt gjaldskrá Vöku kosti allt að 25.000 kr. að fjarlægja ökutæki. Þá er geymslukostnaður ekki tekinn með.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) lagði til í umsögn sinni um frumvarpið að skilagjald af bílum yrði hækkað

...