Sviðsljós

Rebekka Líf Ingadóttir

rebekka@mbl.is

Vinnumálastofnun gaf í gær út skýrslu um stöðu og horfur á íslenskum vinnumarkaði. Þar kemur fram að almennt atvinnuleysi var 9,1% í maí og minnkaði úr 10,4% í apríl. Þá var atvinnuleysi 11,0% í mars, 11,4% í febrúar og 11,6% í janúar. Atvinnulausum fækkaði um tæplega 2.400 milli apríl og maí á landsvísu og hefur ekki fækkað meira frá aldamótum en fjöldatölur Vinnumálastofnunar ná ekki lengra. Lækkunin nemur 1,3% og hefur atvinnuleysi ekki lækkað um jafn mörg prósentustig milli mánaða síðan í janúar og febrúar 1994. Almennir atvinnuleitendur, þ.e. þeir sem ekki voru með minnkað starfshlutfall, voru 17.623 í lok maí og fækkaði um 2.380 frá apríl. Í minnkaða starfshlutfallinu var 3.441 atvinnulaus í lok maí eða um 0,9%. Samtals voru því 21.064 manns atvinnulausir í lok maí og samanlagt atvinnuleysi því 10,0%. Alls höfðu 6.430 almennir atvinnuleitendur verið án atvinnu

...