Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Enginn stjórnmálaflokkanna höfðar með jöfnum hætti til kjósenda á landinu öllu og þar getur skeikað verulegu. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurbroti á niðurstöðum skoðanakönnunar sem MMR gerði í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is á afstöðu fólks til helstu væntanlegra framboða í alþingiskosningunum sem fram eiga að fara hinn 25. september í haust.

Það eru ekki ný sannindi að sumir stjórnmálaflokkar sæki sér frekar stuðning á sum svæði umfram önnur, frekar í þéttbýli eða dreifbýli. Það er hins vegar athyglisvert að enginn af stjórnmálaflokkunum níu, sem líklegt má telja að eigi mögulega á þingsæti í haust, sé með tiltölulega jafnt fylgi í kjördæmunum sex, stór sem þau þó eru.

Framsókn og Miðflokkur

Framsóknarflokkurinn hefur löngum verið talinn dreifbýlisflokkur, allt frá því þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins

...