Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á að Herkastalanum í Kirkjustræti verði breytt úr gistiheimili í hótelíbúðir. Herkastalinn er sögufrægt hús í miðbæ Reykjavíkur. Hjálpræðisherinn rak þar samkomu- og gistihús í eina öld en ekki hefur verið starfsemi í húsinu síðan árið 2017.

Það er félagið Kastali fasteignafélag ehf., Katrínartúni 2, sem sendi umsóknina til Reykjavíkurborgar. Húsið er fjórar hæðir og er gert ráð fyrir hótelíbúðum á öllum hæðum. Á fyrstu hæð verður ein hótelíbúð ásamt móttöku, aðstöðu fyrir starfsfólk og geymsla. Þá verður lyftu komið fyrir þar sem nú er suður-stigahús. Inngangur fyrir húsið verður sá sami og áður, þ.e. frá Kirkjustræti.

Breytingar utanhúss verða þær, auk lyftunnar, að skipt verður um glugga og verða þeir í anda upprunalegu glugga hússins.

Það var niðurstaða verkefnastjóra skipulagsfulltrúa

...