Forseti Alþingis gerði mikið úr því á vorþingi að gengið hefði verið til þess verks að jafna aðstöðumun frambjóðenda í aðdraganda kosninga. Markmiðið virtist vera að jafna stöðu þeirra sem sitja fyrir á þingi og þeirra sem þar eiga ekki sæti þegar kemur að kosningabaráttu. Töluverð gagnrýni kom fram á málið, enda blasti við öllum sem einhvern skilning hafa á að mestur er aðstöðumunurinn á milli stafandi ráðherra og annarra frambjóðenda í aðdraganda kosninga, en á því var ekki tekið af hálfu forseta Alþingis nema með veiklulegu yfirklóri.

Nú styttist í lokasprettinn fyrir kosningar, hina eiginlegu kosningabaráttu, og við blasir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að líkindum aldrei gengið eins frjálslega um ríkissjóð og nú. Það jaðrar við að sumir þeirra líti til ríkissjóðs okkar allra sem síns eigin kosningasjóðs.

Félagsmálaráðherra virðist til dæmis ekki komast fram úr rúminu öðru vísi en að veita tugi milljóna í verkefni sem

...

Höfundur: Bergþór Ólason