Kristinn Kristinsson húsasmíðameistari fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1953. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 11. júlí 2021.

Hann var sonur hjónanna Kristins Daníelssonar, rafvirkja og ljósameistara hjá Þjóðleikhúsinu, f. 1926, d. 2017, og Hólmfríðar Ásmundsdóttur kjólasaumameistara, f. 1932, d. 2020. Systkini Kristins eru Daníel, f. 1950, d. 2017, Ásmundur, f. 1951, Hólmfríður Guðbjörg, f. 1955, Knútur, f. 1958, Magnús, f. 1959, Sigurður, f. 1961, og Áslaug, f. 1962.

Eftirlifandi eiginkona Kristins er Ásdís Þórarinsdóttir, f. 17. desember 1953, en hún og Kristinn fóru að vera saman á unglingsárum þótt þau hafi ekki gengið í hjónaband fyrr en 7. september 2013. Foreldrar Ásdísar voru Sigrún Torfadóttir, f. 1932, d. 2014, og Þórarinn Björgvinsson, f. 1936, d. 1982.

Börn Kristins og Ásdísar eru 1) Sigrún Kristinsdóttir, f. 1978, maki Hinrik Már Ásgeirsson, f. 1978. Þeirra börn: Ásgeir Kristinn, f. 2008, og Halla

...