Eftir Þórð Þórarinsson: „Þeir sem leiða lista Sjálfstæðisflokksins fengu allir glæsilega kosningu, ekki síst formaður flokksins sem í sínu kjördæmi fékk yfirburðakosningu með yfir 90% atkvæða að baki sér.“
Þórður Þórarinsson
Þórður Þórarinsson

Nú eru tæpar sex vikur til alþingiskosninga og auðfundið hvernig stjórnmálin taka til sín meira rými með hverjum degi sem líður. Samt hafa sumir fundið að því að fólk sé á einhvern hátt áhugalausara um stjórnmál en áður, að almenningur sé sinnulausari um þau en á árum áður og finnist þau fjarlæg sínu daglega lífi, önn og amstri.

Þetta er ekki reynsla okkar í Sjálfstæðisflokknum. Þvert á móti finnum við fyrir miklum áhuga á því hvernig landinu er stjórnað, af hverjum og hvert beri að stefna á næstu árum. Það er ekki byggt á tilfinningu einni, heldur tala tölurnar sínu máli um það, að fólk hefur áhuga á því sem við höfum fram að færa og vill taka þátt í mótun framtíðarinnar með okkur.

Sjálfstæðisflokkurinn boðaði til almennra prófkjöra í öllum kjördæmum landsins, þar sem fjöldi manna gaf kost á sér til starfa fyrir land og þjóð, kynnti sjónarmið sín og af því spratt fjörleg og þörf umræða um hina ýmsu málaflokka stjórnmálanna. Hátt

...