Nýr bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans sér tækifæri til samstarfs við íslensku viðskiptabankana.
André Küüsvek tók við stöðu bankastjóra NIB í aprílmánuði.
André Küüsvek tók við stöðu bankastjóra NIB í aprílmánuði. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í viðtali sem André Küüsvek veitti ViðskiptaMogganum í tengslum við fyrstu heimsókn sína til Íslands eftir að hann tók við starfi sínu hjá Norræna fjárfestingabankanum (NIB) segir hann að sú gagnrýni sem stundum heyrist á starfsemina og lýtur að mögulegum árekstrum milli bankans og annarra fjármálastofnana eigi sjaldnast við rök að styðjast. Norræni fjárfestingarbankinn, rétt eins og aðrar stofnanir af svipuðum toga dýpki fjármálamarkaðina og veiti þjónustu sem aðrir geri ekki, t.d. með veitingu lána til mjög langs tíma.

Hann segir það einnig færast í aukana að NIB dragi aðra banka að borðinu þegar um stór fjármögnunarverkefni er að ræða. Þá hafi það einnig komið fyrir að viðskiptabankar í einstaka ríkjum kalli NIB að borðinu í umfangsmiklum verkefnum.

Hann sér fyrir sér möguleika á því að NIB gefi út skuldabréf í íslenskum krónum og að þá fái t.d. lífeyrissjóðirnir hér á landi tækifæri til þess að flytja fjármagn úr landi. Þeir

...