Sigurður Gunnarsson fæddist 20. júní 1929 að Steinsstöðum Akranesi. Hann lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi 3. september 2021.

Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Guðmundsson, vélstjóri og síðar bóndi, fæddur 10. ágúst 1897, dáinn 10. febrúar 1988, og Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja, fædd 10. október 1899, dáin 22. apríl 2000. Sigurður var fimmti í röð níu systkina þau eru Guðmundur, f. 1920. d. 2014, Svava, f. 1921, d. 2014, Halldóra, f. 1923, d. 2009, Sigurlín Margrét, f. 1927, d. 2019, Gunnar, f. 1931, d. 2002, Ármann, f. 1937. d. 2021, Sveinbjörn, f. 1939, og Guðrún, f. 1942.

Sigurður fluttist með fjölskyldunni 1954 að Steinsstöðum rétt fyrir utan Akranes en er nú við Eyrarflöt. Hann fór ungur að Lambhaga í Hvalfjarðarsveit til sumardvalar. Sigurður gekk í barnaskóla Akraness. Um 18 ára aldur ætlaði hann að fara læra járnsmíði en greindist með berkla. Hann þurfti að dveljast á Vífilsstöðum í 8-9 mánuði. Eftir að

...