Frá Suðurnesjum til Hornafjarðar. 15% kjósenda á landinu eru í Suðurkjördæmi. Aðstæður milli svæða afar ólíkar. Atvinnulíf eftir veiru og vegamál víða rædd fyrir kosningar.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Alls eiga 38.424 manns atkvæðisrétt í Suðurkjördæmi, eða 15,09% kjósenda á landinu. Fólkið býr á svæðinu frá Vatnsleysuströnd og austur fyrir Hornafjörð; í landshluta þar sem aðstæður, svo sem í atvinnuháttum og menningu, eru mjög ólíkar milli staða. Vegalengdir eru miklar og fjarri er að kjördæmið sé samfélagsleg heild; nema að í umboði íbúa sitja á Alþingi 10 fulltrúar, sem valdir verða um aðra helgi.

Skipta má kjördæminu í fernt; það er Suðurnes, Suðurlandssléttan, Vestmannaeyjar og austan Skeiðarársands er Vatnajökulssvæðið. Milli Þjórsár og Lómagnúps eru Ásahreppur, Rangárþing ytra og eystra og Mýrdals- og Skaftáhreppur; sveitarfélög sem áhugi er á að sameina. Jafnhliða þingkosningum greiða íbúar í framangreindum byggðum atkvæði um tillögu sem miðar að því að til verði Sveitarfélagið Suðurland. Í umræðum um hugsanlega sameiningu koma vegamál oft til tals, eins og að malarvegir

...