Ágúst Ingi Jónsson

aij@mbl.is

Rúmur helmingur uppsjávarskipanna er byrjaður að veiða norsk-íslenska síld fyrir austan land. Hinn helmingurinn er á makríl í Síldarsmugunni, en makrílvertíðin er á lokametrunum. Samvæmt yfirliti á vef Fiskistofu er búið að landa 123 þúsund tonnum af makríl, en heildarkvóti ársins er 157 þúsund tonn. Af þessum afla hafa um 20 þúsund veiðst innan landhelgi, en yfir 100 þúsund tonn í Síldarsmugunni.

„Þetta hefur verið erfitt og sveiflukennt,“ segir Ingimundur Ingimundarson, útgerðarstjóri uppsjávarskipa hjá Brimi hf., um makrílvertíðina. Síðustu daga hafa skip Brims verið að fá um 100 tonn á sólarhring. Ingimundur segir að lengst af hafi verið langt að sækja, en lykillinn að þeim árangri sem hefur náðst hafi verið samvinna skipa einstakra útgerða eða fyrirtækja sem vinna saman. Þannig hefur afla verið dælt um borð í eitt skip sem sigldi með hann í land, en hitt eða hin skipin hafa

...