Dagmál Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er í formannaviðtali í dag og fer yfir stefnuna af skörungsskap.
Dagmál Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er í formannaviðtali í dag og fer yfir stefnuna af skörungsskap. — Morgunblaðið/Eggert

Dagmál

Andrés Magnússon

Stefán Einar Stefánsson

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer vígreif inn í síðustu daga kosningabaráttunnar. Hún segist finna fyrir miklum meðbyr þessa dagana og að þar sé flokkurinn að uppskera fyrir þrotlausa vinnu á vettvangi þingsins. Enginn hafi lagt fram jafn mörgt þingmannamál og hún og nokkur þeirra hafi hlotið áheyrn meirihlutans.

Inga er gestur í Dagmálum í dag, opnu streymi á mbl.is, og svarar þar spurningum um stefnu flokks síns. Hann boðar kerfisbreytingar sem miða að því að bæta stöðu hinna verst settu í samfélaginu. Á það m.a. að nást með því að skattleysismörk verði í einni svipan færð í 350 þúsund krónur. Það verði jafnframt skilyrði flokksins fyrir hvers kyns samstarfi að kosningum loknum.

30 milljarða pakki

Spurð út í hvort flokkurinn hafi reiknað kostnaðinn við...