Baksvið

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Þetta hafa verið mjög skemmtilegir fundir. Umræðurnar sem skapast og spurningarnar fela eitthvað nýtt í sér á hverjum stað,“ segir Anton Kári Halldórsson, oddviti Rangárþings eystra og formaður samstarfsnefndar um Sveitarfélagið Suðurland.

Samhliða kosningum til Alþingis um aðra helgi verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur og Ásahreppur.

Unnið hefur verið að sameiningunni um nokkurra missera skeið. Ef íbúar samþykkja sameiningu verður til víðfeðmasta sveitarfélag landsins, 15.659 ferkílómetrar eða um 16% af heildarstærð landsins.

Síðustu vikuna hafa verið kynningarfundir í öllum sveitarfélögunum fimm. Sá síðasti er í kvöld í Rangárþingi ytra. Anton Kári segir að tillagan um sameiningu hafi lengi

...