„Atvinnulíf hér þarf að vera fjölbreyttara og að því ber að vinna með nýsköpun ýmiskonar,“ segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. „Starfsemi tengd fluginu er mikilvæg, en við megum ekki vera háð henni um of. Efling heilbrigðisþjónustu hér á svæðinu er annað brýnt málefni og svo þarf fleiri valkosti í húsnæðismálum; með byggingu ódýrra íbúða. “