Bláa bókin Innihélt fögur fyrirheit vegna sameiningarinnar 1997.
Bláa bókin Innihélt fögur fyrirheit vegna sameiningarinnar 1997.

Hægt hefur gengið að setja upp Minnisvarða um brostin loforð Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi. Íbúar þar samþykktu gerð minnisvarðans í íbúakosningu Hverfisins míns í Reykjavík 2019.

Minnisvarðinn og verkefni um hundagerði á Kjalarnesi voru rædd á fundi íbúaráðs Kjalarness 9. september. Guðni Ársæll Indriðason og Olga Þorsteinsdóttir, sem bæði sitja í íbúaráðinu, fengu það verkefni á fundi ráðsins í vor að fylgja þessum málum eftir.

„Þessi verkefni voru valin í kosningu íbúa. Þess vegna verður að standa við þau. Hins vegar hefur kerfi borgarinnar átt erfitt með að klára þessi mál,“ sagði Guðni. Þau ræddu við starfsmann borgarinnar og skoðuðu aðstæður. Hugmyndir að hundagerði og minnisvarðanum voru rissaðar upp sendar til borgarinnar. „Það átti að hafa samband við mig eftir sumarfrí, en ég hef ekkert heyrt enn þá,“ sagði Guðni.

Berglind Hönnudóttir sendi inn hugmyndina um minnisvarðann á

...