Eftir Hildi Björnsdóttur: „Það er áhyggjuefni þegar hið opinbera reisir stærsta hugbúnaðarhús landsins og ræðst í beina samkeppni við atvinnulíf um takmarkaða sérþekkingu. Er það umhugsunarvert hvernig opinberum fjármunum verður varið.“
Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Reykjavík hyggst ráðast í stafræna umbreytingu á þjónustu borgarinnar. Verkefnið er sannarlega mikilvægt framfaraskref en útfærsluna þarf að vanda. Sú óútfærða ákvörðun meirihluta borgarstjórnar að verja 10 milljörðum af opinberu fé í verkefnið til næstu þriggja ára vekur áhyggjur. Ráðstöfun fjármuna virðist óljós og áform um útvistun takmörkuð. Samhliða er fyrirhugað að ráða tugi sérfræðinga á borgarkontórinn. Er nema von manni svelgist á morgunkaffinu?

Snemma árs lýsti undirrituð áhyggjum af útfærslu borgarinnar á umbreytingunni. Við skriflegri fyrirspurn bárust þau svör að verkáætlun kallaði á 60-80 ársverk. Stafræna umbreytingin myndi byggja á gríðarlegri fjölgun opinberra starfa og takmarkaðri útvistun verkefna. Samtöl við hagaðila og hagsmunasamtök sýndu glöggt að áhyggjurnar voru útbreiddar.

Skortur á tæknimenntuðu fólki hefur verið viðvarandi vandamál hérlendis. Hlutfall þeirra sem ljúka námi

...