Eftir Sigurvin Lárus Jónsson: „Af hverju ljóð? Það sem er sagt í ljóði hreyfir við þeim sem hlusta á annan hátt en það sem er sagt án ljóðrænna tilbrigða.“
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson
Dr. Sigurvin Lárus Jónsson

Biblían er safn fjölbreyttra bókmenntaverka sem verða til á löngu tímabili. Þar birtast margvísleg bókmenntaform og einstaka rit eru samsafn texta, þar sem lesandinn hendist á milli stílbrigða. Fyrstu bækur Biblíunnar, þær bækur sem við köllum Mósebækur og gyðingar kalla Tóru, eru sem dæmi að hluta prósi, að hluta laga- og helgiákvæði og að hluta ljóð. Fyrsta Mósebók, stórsaga Biblíunnar, hefst á ljóði og það ljóð er eitt áhrifamesta ljóð mannkynssögunnar.

Í upphafi skapaði Guð himin og jörð.

En af hverju ljóð? Spurningin snýr sjónum frá því sem er sagt, það er innihaldi textans, og að því hvernig það er sagt. Það sem er sagt í ljóði, hreyfir við þeim sem hlusta á annan hátt en það sem er sagt án ljóðrænna tilbrigða.

Við þekkjum ljóð þegar við heyrum það eða lesum. Á stuðlun, þegar samhljóðar standa saman eða þegar sérhljóðar kallast á, á rími, bæði innrími í setningum og endarími,

...