Í huga margra boðar Kökubæklingur Nóa-Síríusar upphaf jólahátíðarinnar. Þá leggjum við drögin að jólabakstrinum, hvaða desert við ætlum að hafa með jólamatnum og öllu því sem við ætlum að borða þess á milli.
Rice Krispies Brownie Mögulega ein snjallasta samsetning síðari ára.
Rice Krispies Brownie Mögulega ein snjallasta samsetning síðari ára. — Ljósmyndir/Nói-Síríus

Það er engin önnur en Linda Ben sem á veg og vanda af kökubæklingnum í ár og er hann sérlega glæsilegur eins og búast mátti við. Spennandi heimabakstur, guðdómlegar kökur og æðislegir eftirréttir eru aðalsmerki bæklingsins í ár.

Pippsúkkulaðiís

500 ml rjómi

6 eggjarauður

170 g púðursykur

200 g Síríus-pralínsúkkulaði með pippfyllingu

Þeytið rjómann.

Þeytið eggjarauður og púðursykur mjög vel saman í annarri skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðublönduna með sleikju.

Skerið pralínsúkkulaðið niður og blandið því saman við.

Hellið ísnum í form, lokið því t.d. með plastfilmu

...