Kanadíski leikarinn William Shatner var hrærður eftir að hann lauk 11 mínútna flugferð út í geim með geimfari bandaríska fyrirtækisins Blue Origen í gær.

„Allir í heiminum ættu að prófa þetta,“ sagði Shatner, sem er níræður og þekktastur fyrir að leika hlutverk kafteins James T. Kirk í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum um Star Trek „Þetta var ótrúlegt.“

Shatner varð í gær elsti maðurinn til að fara í geimferð en geimfarið fór út fyrir Karman-línuna svonefndu sem er í 100 kílómetra hæð yfir sjávarmáli og almennt talin marka skilin milli andrúmslofts jarðarinnar og geimsins.

Með Shatner í ferðinni voru Audrey Powers, forstjóri Blue Origen, Ástralinn Chris Boshuizen, annar stofnandi Planet Labs og Glen de Vries frá Medidata Solutions.

Jeff Bezos, stofnandi Blue Origin, tók á móti geimförunum þegar þeir lentu í Texas en Bezos fór í fyrstu geimferð fyrirtækisins í sumar.

Shatner

...