Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Freyr Bjarnason

freyr@mbl.is

Verið er að meta hvernig brugðist verður við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist var á aðalkröfur fjögurra yfirlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra um að greiða þeim laun í samræmi við samkomulag sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við þá árið 2019. Þetta segir Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, og bætir við að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að áfrýja málinu.

„Málarekstur þar sem starfsfólk og samstarfsmenn eiga í hlut er ávallt þungbær en ljóst er að niðurstaða málsins var ekki í samræmi við lagatúlkun og kröfugerð íslenska ríkisins í málinu.“

Nú er verið að fara yfir niðurstöðu dómsins í samráði við fjármálaráðuneytið sem einnig var stefnt í málinu, sem og embætti ríkislögmanns sem rak málið af hálfu ríkisins. Fjármálaráðuneytið fer með fyrirsvar ríkisins hvað varðar túlkun kjarasamninga og

...