Vegavinna Mokað á búkollu úr grjótnámu. Nýr vegur yfir Dynjandisheiði er stórverkefni og mun breyta miklu í samgöngumálum Vestfirðinga.
Vegavinna Mokað á búkollu úr grjótnámu. Nýr vegur yfir Dynjandisheiði er stórverkefni og mun breyta miklu í samgöngumálum Vestfirðinga. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Góður gangur er í framkvæmdum við gerð nýs Vestfjarðavegar úr Vatnsfirði upp á Dynjandisheiði. Alls er vegurinn nýi um 10 kílómetrar og nær frá láglendi upp í 480 metra hæð. Í brekkunum á þessum kafla, þar sem heitir Penningsdalur, er nýtt vegstæði í klifi sem sprengt var utan í fjallshlíðina. Nýi vegurinn nær að brúnni yfir Þverdalsá, sem er á háheiðinni.

Framhald jarðganga

Íslenskir aðalverktakar hafa vegagerð þessa með höndum og 20 manna vinnuflokkur fyrirtækisins er á svæðinu. Stór floti af gröfum, borvögnum, jarðýtum og búkollum er til notaður til verksins. Einnig búnaður til sprenginga, sem hafa verið stór hluti af verkinu.

„Okkur miðar vel áfram. Hér ætlum við að þreyja dagana og vera við störf inn í haustið uns snjór og vetrarríki taka fyrir slíkt,“ sagði Bjarki Laxdal staðarverkstjóri þegar Morgunblaðið hitti hann

...