Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Á Íslandi býr fólk sem kemur víða að úr heiminum og samfélagið verður sífellt fjölbreyttara. Samkvæmt þeim aðstæðum þurfa opinberar stofnanir að starfa, svo margir innflytjendur búa hér á svæðinu,“ segir Klaudia Karolsdóttir, lögreglumaður á Ísafirði. Hún er pólsk að uppruna, kom hingað til lands 12 ára gömul árið 2008 og er fyrir löngu orðin Íslendingur. Klaudia hefur staðið vaktir í liði lögreglustjórans á Vestfjörðum frá 2017 og stefnir á lögreglunám.

Tikkaði í öll boxin

Að vera orðin tvítug, með stúdentspróf, íslenskan ríkisborgararétt og hreint sakavottorð. Þetta voru svörin sem Klaudia fékk frá Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni á Vestfjörðum, þegar hún þá 18 ára gerði sér erindi á stöðina á Ísafirði og spurði hvaða skilyrði giltu svo hún kæmist í lögregluliðið. „Ég miðaði allt mitt út frá þessu og kom svo aftur á

...