STjórnmál

Guðmundur Magnússon

gudmundur@mbl.is

Úrsagnir alþingismanna úr þingflokkum hafa verið mun algengari á síðustu árum en ætla mætti af umræðum um mál Birgis Þórarinssonar að undanförnu. Sú leið sem hann fór er hins vegar einstök í þingsögunni. Þingmaður hefur ekki áður sagt sig úr flokki, sem hann var í framboði fyrir, nokkrum dögum eftir kosningar og áður en þing er komið saman. Þá hafa ýmsir fundið að því að málsástæður hans fyrir úrsögninni hafi ekki verið trúverðugar.

Í bókinni Þingræði á Íslandi , sem nokkrir fræðimenn skrifuðu og kom út 2012, segir að úrsagnir úr þingflokkum hafi ekki verið algengar fram til um 1970. Flokkshollusta hafi verið mjög sterk lengi vel. Pólitísk vistaskipti voru þó ekki óþekkt á þessu tímabili en þau voru ætíð hluti af stærra pólitísku umróti. Þar má minna á klofninginn í Framsóknarflokknum og stofnun Bændaflokksins 1934

...