Sviðsljós

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Það ræðst að líkindum á Alþingi í dag hverjar lyktir kjörbréfamálsins verða. Í hnotskurn snýst málið um það hvort ágallar á framkvæmd kosningar í Norðvesturkjördæmi hafi verið svo miklir, að þeir hafi haft áhrif á úrslit kosninga.

Verði það niðurstaða þingsins þarf að fara í svokallaða uppkosningu, sem er endurtekning fyrri kosningar, með sömu frambjóðendum og sömu kjósendum, þannig að kjörskrá yrði ekki uppfærð. Hana þarf að halda innan fjögurra vikna, en sá frestur yrði tæplega allur notaður, því fáir vildu sjálfsagt þurfa að kjósa daginn fyrir Þorláksmessu.

Þverpólitísk sundrung

Sú verður þó líkast til ekki raunin. Fyrir liggur að þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja staðfesta fyrri niðurstöðu og svo mun einnig um framsóknarmenn og þingmenn Flokks fólksins. Svandís Svavarsdóttir mun vilja

...