Við þurfum öll að svara hvort það sé nóg að treysta því að niðurstöður kosninga séu réttar eða hvort það þurfi að vera hægt að sannreyna að svo sé. Að mínu mati mæla kosningalög og almenn skynsemi fyrir því að niðurstöður kosninganna eigi að vera sannreynanlegar. Það þýðir að kjörgögn séu örugg frá því að kjósandi greiðir atkvæði þangað til niðurstöður kosninga eru staðfestar. Ef það væri nóg að treysta því að niðurstöður kosninga séu réttar væri alveg eins hægt að nota skoðanakannanir í staðinn.

Fyrsta grein stjórnarskrár Íslands segir að hér sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Ástæðan fyrir því að við erum lýðveldi er að forseti og þingmenn eru þjóðkjörnir. Lýðræðislegar kosningar eru grundvöllur þess valds sem Alþingi, ríkisstjórn og dómstólar beita. Lýðræðislegar kosningar eru forsenda þess að við fylgjum valdboði löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds. Án lýðræðislegra kosninga eru skattar ofbeldi, lög marklaus og dómar eru

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson