Strandveiðipotturinn tæmdist fyrir helgi, fyrr en nokkru sinni áður, þrátt fyrir að aldrei hafi stærri hluta af leyfilegum þorskafla verið ráðstafað í hann. Það er afar miður að ekki náðist að tryggja 48 daga til strandveiða þetta sumarið. Í þetta hefur stefnt í nokkurn tíma og alveg ljóst, miðað við hvernig veiðarnar hafa gengið, að mörg þúsund tonn til viðbótar hefði þurft til að tryggja veiðar í ágúst, tonn sem ekki eru til ef fara á að ráðgjöf Hafró, sem ég hyggst gera.

Þrátt fyrir að margt hafi gengið vel í sumar að því er viðkemur strandveiðum er það þó svo að verðmætum hefur ekki verið skipt á réttlátan hátt. Þangað til hægt er að tryggja að allir fái 48 daga þarf að passa að því sem er til skiptanna sé skipt á réttlátan hátt milli strandveiðisjómanna. Til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig næsta sumar hyggst ég leggja fram frumvarp í vetur sem heimilar það að nýju að skipta þeim veiðiheimildum sem ráðstafað er til strandveiða niður á svæði

...

Höfundur: Svandís Svavarsdóttir