Eftir Pinelopi Koujianou Goldberg: „Faraldurinn hefur skilið Bandaríkjamenn eftir þreytta, áhugalausa og viljalausa til að samþykkja störf sem mæta ekki auknum kröfum um starfsánægju.“
Pinelopi Koujianou Goldberg
Pinelopi Koujianou Goldberg

New Haven | Á meðan verðbólgan nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum takast hagfræðingar á um hve mikið Bandaríski seðlabankinn þurfi að hækka stýrivexti til að draga úr eftirspurn og verðhækkunum. Sumir telja að seðlabankinn þurfi að ganga jafn hart fram og seðlabankastjórinn Paul Volcker sem í byrjun níunda áratugar síðustu aldar hækkaði stýrivexti upp í 20%.

Svona tölur valda mönnum eðlilega áhyggjum um að tilraun til að koma böndum á verðbólguna skili sér í niðursveiflu og auknu atvinnuleysi. Eins og nýleg stefnuskrá Peterson Alþjóðahagfræðistofnunarinnar undistrikar, þá helst fækkun starfa vegna samdráttarstefnu í hendur við aukið atvinnuleysi.

Það sem verra er að hækkun stýrivaxta myndi líklega auka atvinnuleysi með tímanum, á sama tíma og hækkunin er ekki nægilega öflugt stjórntæki til að koma böndum á verðbólguna til styttri tíma litið. Nýlegar verðhækkanir eru líklega einnig tilkomnar vegna óvenjulega mikillar eftirspurnar

...