Gísli Freyr Valdórsson

gislifreyr@mbl.is

Frystiskipið Guðmundur í Nesi, í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR), undirgengst nú töluverðar breytingar í slippnum á Akureyri. Til stendur að gera tilraun til að knýja skipið með metanóli í stað díselolíu. Gangi breytingarnar eftir mun það draga úr útblæstri koltvísýrings vegna reksturs skipsins um 92%.

Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, segir í samtali við Morgunblaðið að félagið hafi á liðnum árum lagt aukna áherslu á sjálfbærnimál og að þau séu orðin hluti af daglegum rekstri. Hann heldur erindi um tækifæri og áskoranir í sjávarútvegi á sjálfbærnidegi Landsbankans í dag.

Útgerðin auki gegnsæi

„Við erum öll sammála um mikilvægi þess að ganga vel um auðlindina sem hafið er, en þá skiptir máli að þau fyrirtæki sem við hana starfa, til dæmis sjávarútvegsfyrirtæki, sýni bæði frumkvæði og forystu

...