Hildur Þórðardótttir: „Ef stríðið í Úkraínu er barátta um lýðræði og tjáningarfrelsi, af hverju sæta allar þessar blaðakonur þöggun, málsókn eða eru settar á dauðalista?“
Hildur Þórðardótttir
Hildur Þórðardótttir

Matilde Kimer hefur verið fréttaritari danska ríkisútvarpsins í Rússlandi og Mið-Asíu allt frá árinu 2006 og í Úkraínu frá 2014. Nú í nóvember fékk hún Ebbe Munck-verðlaunin fyrir vandaða fréttamennsku.

Hinn 22. ágúst sl. afturkallaði varnarmálaráðuneyti Úkraínu blaðamannsleyfið hennar án skýringa, rétt eftir að hún tók viðtal við bónda í Mykolaiv, í austurhluta landsins, þar sem úkraínskar sprengjur kveiktu í korngeymslu svo 250-300 þúsund tonn af korni fuðruðu upp.

Eftir þriggja mánaða eftirgrennslan úkraínska sendiráðsins og fleiri áhrifamanna í Danmörku var henni boðið á fund með SBU, leyniþjónustu Úkraínu, þar sem sú ástæða var gefin að Matilde væri hliðholl Rússum. Það sem fór helst fyrir brjóstið á þeim voru myndbirtingar hennar frá Donetsk árið 2017 af appelsínugulum og svörtum borðum heilags Georgs, tákni um vilja íbúa til að vera frekar hluti af Rússlandi. Það telst ólöglegur rússneskur áróður.

Matilde

...