Sieglinde Elisabeth Kahmann Björnsson óperusöngkona fæddist 28. nóvember 1931 í Dardesheim í Saxen-Anhalt í Þýskalandi. Hún lést 9. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Gertrud Schluter húsmóðir og Alfred Kahmann múrarameistari.

Sieglinde lauk grunnskólaprófi í Þýskalandi. Hún hafði mikinn áhuga á tónlist og vildi læra til söngs. Hún hóf nám við Tónlistarháskólann í Stuttgart og lauk námi árið 1956.

Strax að námi loknu var hún ráðin að óperunni í Stuttgart, síðar við óperuhúsin í Zürich, Kassel, Graz og Gärtnerplatz í München. Auk fastráðningar við áðurnefnd óperuhús söng hún víða sem gestur við önnur óperuhús. Sieglinde flutti til Íslands ásamt eftirlifandi eiginmanni sínum, Sigurði Björnssyni óperusöngvara, árið 1977 þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Hún hóf strax kennslu við Söngskólann og síðar Tónlistarskólann í Reykjavík. Auk þess kenndi hún við tónlistarskólana í Garðabæ

...