Alexander Lúkasjenkó
Alexander Lúkasjenkó

Tveir æðstu stjórnendur Tut.by, sem var stærsti frjálsi fjölmiðill Hvíta-Rússlands, hafa verið dæmdir í 12 ára fangelsi fyrir skattalagabrot. Er um að ræða framkvæmdastjóra og ritstjóra, en andstæðingar ríkisstjórnar Alexanders Lúkasjenkós forseta segja dómana til marks um stjórn hans á fjölmiðlum.

Stjórnendurnir tveir voru fyrst handteknir í maí 2021 ásamt 13 blaðamönnum. Húsleitir voru framkvæmdar heima hjá þeim öllum samhliða. Samtökin Blaðamenn án landamæra segja fangelsisdómana fáránlega og ákærurnar úr lausu lofti gripnar. Gagnrýna samtökin sérstaklega lokað réttarhald í máli stjórnendanna.