Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Landsteymið, sem sem nefnist LAUF, er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp, á borð við…
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sett á fót landsteymi um farsæld barna í skólum. Landsteymið, sem sem nefnist LAUF, er ætlað að styðja við börn, foreldra og starfsfólk skóla þegar alvarleg mál koma upp, á borð við ofbeldismál eða úrræðaleysi í málum barna með fjölþættan vanda. Þetta segir á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að teyminu sé ætlað að „brúa bilið á meðan verið er að innleiða ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, undirbúa frumvarp til nýrra laga um heildstæða skólaþjónustu og koma á fót nýrri þjónustustofnun á sviði menntamála“.