— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Útför Jóhannesar Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Sr. Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, sá um útförina, en Magnús Ragnarsson var organisti. Bryndís Halla Gylfadóttir lék á selló og kórinn Voces Masculorum söng. Þá las Marta Nordal kvæði eftir Örn Arnarson.

Þau Már Guðmundsson, fyrrv. seðlabankastjóri, sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, ráðgjafi og fyrrv. dómkirkjuprestur, Jónas Þór Guðmundsson, stjórnar­formaður Landsvirkjunar, Ingimundur Friðriksson, fyrrv. seðlabankastjóri, Davíð Oddsson, fyrrv. forsætisráðherra og seðlabankastjóri, Guðrún Pétursdóttir, dósent í fósturfræði og lífeðlisfræði, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Friðrik Sophusson, fyrrverandi fjármála­ráðherra og fyrrv. forstjóri Lands­virkjunar, báru Jóhannes til grafar.