Gunnar Aðólf Guttormsson fæddist 3. apríl 1929 í Svínafelli í Hjaltastaðaþinghá. Hann lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 7. mars 2023. Foreldrar hans voru Guttormur Sigri Jónasson, bóndi í Svínafelli og síðar múrari í Reykjavík, f. 12.10. 1896, d. 12.3. 1962, og Jóhanna Magnúsdóttir, húsfreyja í Svínafelli og Reykjavík, f. 29.8. 1893, d. 12.4. 1949.

Systkini Gunnars voru: Dagbjört Unnur, húsfreyja á Þvottá í Álftafirði, f. 1925, d. 2012; Sólveig, húsmóðir í Borgarnesi, f. 1927, d. 2012; Aðalborg, verkakona og skólaliði í Reykjavík, f. 1933, d. 2013. Systkini sammæðra voru: Magnús E. Árnason, kennari í Reykjavík, f. 1916, d. 1975; Runólfur Árnason, f. 1918, d. 1919; Aðólf Björnsson, f. 1923, d. 1924.

Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Svandís Skúladóttir frá Litla-Bakka í Hróarstungu. Þau giftu sig

...