Uppgangur Marels á 40 árum er ævintýralegur

Fyrirtækið Marel er gott dæmi um það hverju hægt er að fá áorkað með hugviti og áræði. Í gær voru fjörutíu ár frá því að Marel var stofnað og hefur fyrirtækið á þeim tíma haslað sér völl víða um heim. Til marks um árangurinn er að helmingslíkur eru á því að viðskiptavinur hjá verslunarkeðjunum Walmart og Costco í Bandaríkjunum setji í körfu sína vöru, þar sem tækni frá Marel hefur komið við sögu í framleiðslunni.

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Árna Odd Þórðarson forstjóra Marels í tilefni af afmælinu og lýsti hann þar uppgangi fyrirtækisins og umfangi starfseminnar nú. Upphafið var í sjávarútvegi, en nú tengist fiskur aðeins um 11% af því sem Marel gerir en kjúklingur nær 50%. Og hjá fyrirtækinu er horft fram á veginn. Það er að verða leiðandi á vaxandi markaði plöntuprótína og í gæludýrafóðri. „Gæfa okkar hefur verið að fylgja ávallt skýrri framtíðarsýn og útvíkka starfsemi

...