Það vakti athygli Miðflokksins að á dögunum dreifði utanríkisráðherra frumvarpi á Alþingi sem virtist við fyrstu sýn voðalega saklaust. Frumvarpið heitir „Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35)“ og ber þannig í engu með sér grafalvarleika málsins sem þar er á ferðinni
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason

Það vakti athygli Miðflokksins að á dögunum dreifði utanríkisráðherra frumvarpi á Alþingi sem virtist við fyrstu sýn voðalega saklaust. Frumvarpið heitir „Evrópska efnahagssvæðið (bókun 35)“ og ber þannig í engu með sér grafalvarleika málsins sem þar er á ferðinni.

Bókun 35 sem gárungarnir eru farnir að kalla „brókun 35“ gengur út á það að Ísland leggist flatt fyrir erlendum rétti sem því er uppálagt að innleiða í gegnum EES-samninginn. Evrópusambandið er þarna að tryggja að sú löggjöf sem þeir telja að gilda eigi á Evrópska efnahagssvæðinu renni óáreitt inn í íslenskan rétt og verði þar samstundis æðri íslenskum lögum ef efnisatriði stangast þar á. Þannig hefur það alls ekki verið – íslenskur réttur hefur ávallt verið rétthærri en sá innleiddi, eðlilega.

Hingað til hefur það verið alger löstur á vinnu Alþingis

...

Höfundur: Bergþór Ólason