Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Ástæðan fyrir því að 49 þúsund lífeyrisþegar fengu ofgreitt frá Tryggingastofnun á síðasta ári og hafa nú fengið bakreikning eru auknar fjármagnstekjur sem fólk hefur ekki gert ráð fyrir í tekjuáætlunum til stofnunarinnar. Í tekjuáætlunum sem byggðar eru á skattframtölum síðasta árs og upplýsingum frá lífeyrisþegum var gert ráð fyrir 12 milljörðum í fjármagnstekjur í heildina en samkvæmt skattframtölum ársins reyndust þessar tekjur nærri því þrefalt meiri, eða um 30 milljarðar. Aukin verðbólga og hækkun vaxta á þátt í aukningunni.

49 þúsund af alls 67 þúsund lífeyrisþegum fengu ofgreitt á síðasta ári og fá því rukkun núna þegar farið hefur verið yfir skattframtöl og réttindi fólks borin saman við greiðslur á árinu. Er þetta gífurleg fjölgun frá árinu á undan. Meðalskuld þeirra sem skulda er tæplega 164 þúsund krónur. 12 þúsund einstaklingar eiga aftur

...