Kristjana Ingibjörg Ölvisdóttir fæddist í Þjórsártúni í Ásahreppi 10. maí 1948. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landakotsspítala 10. maí 2023.

Ingibjörg var dóttir hjónanna Ölvis Karlssonar, f. 1.2. 1915, d. 24.9. 1991, og Kristbjargar Hrólfsdóttur, f. 10.9. 1917, d. 29.6. 2012, og var þriðja í röð sex systkina. Systkini Ingibjargar eru Valgerður, f. 12.2. 1944, Lilja, f. 3.2. 1946, Karl, f. 25.2. 1951, Guðrún Gyða, f. 26.3. 1954, og Hrólfur, f. 26.6. 1960.

Ingibjörg giftist 24.12. 1972 Jóni Ármanni Sigurðssyni, f. 24.12. 1947. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður P.J. Jakobsson, f. 28.3. 1903, d. 10.9. 1969, og Marta Pétursdóttir, f. 15.7. 1907, d. 21.7. 1985. Bróðir Jóns er Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 1.12. 1944.

Fyrstu fjögur hjúskaparárin sín bjuggu þau á Laugavegi en

...