„Við erum mjög spennt yfir þessu samstarfi og hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands (ISA), en í gær undirritaði hann ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands,…
2022 Daniel Leeb (t.v.) ásamt vísindamönnum NASA við Sandavatn.
2022 Daniel Leeb (t.v.) ásamt vísindamönnum NASA við Sandavatn. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við erum mjög spennt yfir þessu samstarfi og hvað framtíðin beri í skauti sér,“ segir Daniel Leeb, framkvæmdastjóri Geimvísindastofnunar Íslands (ISA), en í gær undirritaði hann ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði geimrannsókna. Markmiðið er að auka samstarf á þessu sviði milli íslenskra vísindamanna og alþjóðlegra stofnana, eins og Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA). Þá verður kannað hvort möguleiki sé að stofna sérstaka geimrannsóknarstöð hér á landi, en Ísland er þekkt sem vettvangur fyrir undirbúning og prófun á tækjum sem nota á í geimnum.

Daniel segir að Ísland sé þegar þekktur áfangastaður fyrir prófanir, en það sé hægt að gera

...