Meistari Vignir Vatnar Stefánsson er bæði Íslands- og stórmeistari.
Meistari Vignir Vatnar Stefánsson er bæði Íslands- og stórmeistari. — Ljósmynd/EICC2023

Vignir Vatnar Stefánsson, nýjasti stórmeistari landsins, tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í skák í gærkvöldi eftir æsispennandi bráðabana. Landsliðsflokki Skákþings Íslands lauk í gær en þar öttu tólf menn kappi um titilinn.

Eftir ellefu daga baráttu voru þrír efstir og jafnir með 8,5 vinninga af 11 mögulegum, Vignir Vatnar og stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Guðmundur Kjartansson.

Spennandi lokadagur

Í lok móts fór fram bráðabani milli þremenninganna með styttri tímamörkum. Vignir Vatnar er fær hraðskákmaður en þeir eldri, Hannes Hlífar og Guðmundur, reynslumeiri. Hinn tvítugi Vignir vann Guðmund í tvígang í innbyrðis skákum þeirra og gerði tvö jafntefli við Hannes Hlífar.

Fyrir úrslitadaginn voru Hannes Hlífar og Vignir Vatnar jafnir með

...