Munnheilsa íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum er slæm og er mikil þörf á bættri munnheilsuvernd. Margir sem flytja á hjúkrunarheimili eru við mjög slæma munnheilsu og er tíðni næringartengdra vandamála, sem leitt geta til vannæringar, há.

Þetta kemur fram í rannsókn sem flutt var í málstofunni „Heilsa aldraðra,“ en hún var hluti af líf-og heilbrigðisvísindaráðstefnu Háskóla Íslands sem fram fór fyrr í vikunni. Markmið rannsóknarinnar, sem ber heitið „Munnheilsuvernd, munnheilsa og næringartengd vandamál á íslenskum ­hjúkrunarheimilum,“ var að skoða tengsl milli munnheilsu og næringartengdra vanda­mála meðal íbúa á íslenskum öldrunarheimilum.

Við framkvæmd rannsóknarinnar var munnheilsa íbúa tveggja öldrunarheimila höfuðborgarsvæðisins könnuð með klínískri skoðun. Einnig var spurningalisti lagður fyrir. Verklagi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar var fylgt og svöruðu þátttakendur munnheilsutengdum lífsgæðakvarða. Niðurstöður leiddu í ljós

...